Kærastinn í haldi grunaður um morð

norden.org

Minningarathafnir hafa verið haldnar í vesturhluta Svíþjóðar undanfarna daga eftir að unglingsstúlka sem hafði verið saknað frá því um miðjan nóvember fannst látin á föstudag. Kærasti hennar er í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt hana.

Ekkert hafði spurst til Wilma Andersson, 17 ára, frá 14. nóvember og fór fram umfangsmikil leit að henni en lík hennar fannst á föstudag. Minningarathafnir um Andersson voru haldnar í bæjunum Uddevalla og Lysekil laugardag.

Kærasti hennar var handtekinn nokkrum dögum eftir hvarf hennar og situr hann í gæsluvarðhaldi en hann er á þrítugsaldri.

Frétt Expressen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert