Knattspyrnuleikvöngum og söfnum lokað

Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, á blaðamannafundi í morgun.
Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, á blaðamannafundi í morgun. AFP

Yfirvöld í Hong Kong ætla að loka knattspyrnuleikvöngum, söfnum og fleiri stöðum þar sem almenningur safnast saman til að koma í veg fyrir að kórónaveiran breiðist enn frekar út.

Alls eru yfir eitt hundrað manns látnir af völdum veirunnar.

Börn á gangi í Hong Kong.
Börn á gangi í Hong Kong. AFP

Hong Kong hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar og á laugardaginn tilkynntu yfirvöld um auknar aðgerðir til að draga úr hættunni á því að fleiri smitist.

Vitað er um átta manns í borginni sem hafa smitast af veirunni. Sex þeirra komu til borgarinnar í gegnum háhraðalest sem tengir Hong Kong við meginland Kína.

AFP

Á meðal fleiri staða sem verður lokað í borginni eru sundlaugar, strendur og tjaldsvæði.

Fríið sem skólabörn hafa verið í vegna nýársins hefur verið framlengt þangað til um miðjan febrúar. Borgarstarfsmenn hafa verið beðnir um að vinna heima hjá sér.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert