Trump við völd að eilífu?

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skondið myndskeið á Twitter-síðu sinni þar sem hann gefur í skyn að hann muni verða við völd að eilífu.

Skömmu eftir að hann var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af báðum ákæruliðum um embættisbrot birti hann færsluna.

Búast má fastlega við því að hann tjái sig bráðlega um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar annaðhvort á Twitter eða öðrum vettvangi.

Uppfært kl. 22.25:

Trump ætlar að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins á morgun. 

mbl.is