Hæsta viðvörunarstig í Suður-Kóreu

Um það bil helmingur smitanna hefur komið upp í kristilegum …
Um það bil helmingur smitanna hefur komið upp í kristilegum sértrúarsöfnuði sem trúir að möttull Jesú Krists muni taka 144 þúsund manns með sér til himna á dómsdegi. AFP

Hæsta viðvörunarstigi hefur verið lýst yfir í Suður-Kóreu vegna kórónuveirunnar COVID-19, en þar eru tilfelli orðin 600 og hafa þrefaldast á um tveimur sólarhringum.

Tveir til viðbótar létust úr veirunni í Suður-Kóreu í dag og er fjöldi látinna orðinn fjórir.

Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag og sagði vendipunkt hafa orðið í útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Hann lét þó ekki fylgja hvers lags aðgerðir fylgdu hæsta viðvörunarstigi.

Um það bil helmingur smitanna hefur komið upp í kristilegum sértrúarsöfnuði sem trúir að möttull Jesú Krists muni taka 144 þúsund manns með sér til himna á dómsdegi. Hátt í 10 þúsund sóknarbörnum hefur verið sagt að halda sig heima, en á annað þúsund hafa tilkynnt að þau finni fyrir einkennum kórónuveiru.

mbl.is

Kórónuveiran

3. apríl 2020 kl. 13:17
1364
hafa
smitast
309
hafa
náð sér
44
liggja á
spítala
4
eru
látnir