Sakfelling sendir sterk skilaboð

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, á blaðamannafundi í Nýju-Delí í dag.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, á blaðamannafundi í Nýju-Delí í dag. AFP

Dómur yfir bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er stórkostlegur sigur fyrir konur og sendir afar sterk skilaboð segir forseti Bandaríkjanna, Donald Trump og vísar þar til þess að Weinstein hafi verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi í gær. 

„Ég tel að frá sjónarhorni kvenna sé þetta frábært,“ segir Trump. „Þetta er stórkostlegur sigur og sendir sterk skilaboð, afar sterk skilaboð,“ bætti Trump við á blaðamannafundi á Indlandi í dag. 

Dómurinn yfir Weinstein, sem áður var einn áhrifamesti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood, hefur verið fagnað mjög af samtökum kvenna og þykir mikill sigur fyrir #MeToo hreyfinguna gegn kynbundnu ofbeldi.

Harvey Weinstein var fluttur á sjúkrahús í New York í …
Harvey Weinstein var fluttur á sjúkrahús í New York í gærkvöldi vegna brjóstverks. Annars er hann í haldi á Rikerseyju. AFP
mbl.is