Gamall njósnari lést í varðhaldi í Íran

Robert Levinson.
Robert Levinson. AFP

Fyrrverandi FBI-njósnarinn Robert Levinson, sem hvarf sporlaust er hann var við störf árið 2007 á ír­önsku eynni Kish, lést í varðhaldi í Íran. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu í dag.

„Við fengum nýlega upplýsingar þess efnis að yndislegur eiginmaður og faðir hefði látið lífið í varðhaldi í Íran,“ kom fram í yfirlýsingu fjölskyldunnar.

Ekki er ljóst hver dánarorsökin er en fram kemur í frétt AFP að hann hafi látist áður en kórónuveirufaraldurinn breiddist út.

mbl.is