Engin ný tilfelli í Kína í fyrsta sinn

Ung kona í hlífðarfatnaði á flugvelli í Hubei héraði þar …
Ung kona í hlífðarfatnaði á flugvelli í Hubei héraði þar sem veiran á upptök sín. AFP

Engin ný tilfelli kórónuveiru hafa greinst á meginlandi Kína síðastliðinn sólarhring, í fyrsta sinn síðan veiran fór að breiða úr sér. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Beijing leikur einungis grunur á um að tvö smit gætu verið á meginlandi Kína, annað í Sjanghæ og hitt í norðausturhluta Jilin-héraðs. Guardian greinir frá þessu.

Staðfest tilvik veirunnar í Kína eru því enn tæplega 83.000 talsins og hafa 4.636 týnt lífi vegna hennar. Á heimsvísu hafa fleiri en 5,2 milljónir tilfella verið staðfest og um 338.000 látist vegna veirunnar. 

Áður hafa áhyggjur heyrst af því að Kína hafi vantalið dauðsföll og tilfelli veirunnar og leynt gögnum sem skiptu sköpum fyrir útbreiðslu hennar.

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir