Lögreglan rannsakar ferðir Cummings

Cummings neitar að hafa gert nokkuð rangt.
Cummings neitar að hafa gert nokkuð rangt. AFP

Lögreglan í Durham á Englandi hefur hafið rannsókn á ferðum Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra, vegna gruns um að hann hafi brotið gegn útgöngubanni vegna kórónuveirufaraldursins.

Greint er frá málinu á vef Guardian, en þar segir að lögreglan hafi tekið skýrslu af að minnsta kosti einu vitni, auk þess sem lögreglan hefur fengið aðgang að búnaði þar sem hægt er að fylgjast með ferðum ráðgjafans.

Gjörðir Cummings hafa valdið mikilli reiði í Bretlandi, en hann ók um 400 kílómetra langa leið til þess að heimsækja foreldra sína eftir að ferðabann hafði verið sett á í landinu.

Cummings neitar að hafa gert nokkuð rangt og að hann hafi gert það sem hann taldi réttast í stöðunni á þessum tíma, með þær upplýsingar sem hann hafði. Fjöldi fólks hefur farið fram á afsögn Cummings, sem hann virðist ekki ætla að láta eftir því, og hefur Johnson varið ákvarðanir ráðgjafa síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert