Sex úr kosningateymi forsetans smitaðir

Fund­ur­inn í Tulsa verður fyrsti kosn­inga­fund­ur Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá …
Fund­ur­inn í Tulsa verður fyrsti kosn­inga­fund­ur Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í mars. AFP

Sex starfsmenn kosningateymis Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Tulsa hafa greinst með COVID-19. Fjölmennur kosningafundur forsetans fer fram í borginni í kvöld. 

Hóp­ur fólks hafði höfðað mál­sókn á hend­ur kosn­ingat­eymi for­set­ans til að koma í veg fyr­ir að fund­ur­inn yrði hald­inn, á þeim for­send­um að hann gæti orðið til þess að auka út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar í borg­inni, sem er sú næst fjöl­menn­asta í Okla­homa-ríki. Hæstiréttur Oklahoma-ríkis úrskurðaði í gær að Trump væri heimilt að halda fundinn. 

Starfsfólk teymisins skipta hundruðum og fóru allir í sýnatöku í varúðarskyni fyrir fundinn. Tim Murtaugh, upplýsingafulltrúi kosningateymisins, segir að búið sé að grípa til viðeigandi rástafana, meðal annars hvað varðar sóttkví. Smituðu starfsmennirnir munu ekki koma nálægt fundinum síðar í dag né þeir sem átt hafa í nánum samskiptum við þá. Kosningafundurinn mun fara fram í kvöld og munu 19 þúsund manns sækja hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert