Útgöngubann í Kína eftir smitfjölgun

AFP

Kínversk stjórnvöld hafa aftur sett á útgöngubann í Axin-sýslu í Hebei-héraði í kjölfar þess að staðfestum smitum í sýslunni fjölgaði lítillega. 

Útgöngubannið hefur áhrif á um 400.000 íbúa. Kínverskum stjórnvöldum hefur tekist að halda fjölda nýrra smita niðri eftir að veiran kom upp þar í landi í lok síðasta árs. Til að forðast aðra bylgju faraldursins er fjölgun smita tekin alvarlega eftir því sem fram kemur á BBC, jafnvel þó að um sé að ræða minniháttar fjölgun.

18 ný tilfelli veirunnar hafa greinst í Anxin á síðustu tveimur vikum. 

Anxin er um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Peking. Aðeins framlínustarfsfólk fær að yfirgefa heimili sín auk þess sem einn úr hverri fjölskyldu fær að kaupa inn nauðsynjavörur einu sinni á dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert