Vara Bretland við afskiptum

Liu Xiaoming, sendiherra Kína á Bretlandi.
Liu Xiaoming, sendiherra Kína á Bretlandi. AFP

Sendiherra Kína í Bretlandi hefur varað Breta við því að hafa afskipti af gangi mála í Hong Kong í kjölfar nýrra öryggislaga. 

Liu Xiaoming, sendiherra Kína, segir ákvörðun breskra stjórnvalda um að bjóða allt að þremur milljónum íbúa Hong Kong landvistarleyfi í Bretlandi vera „ruddaleg afskipti“.

Frétt af mbl.is

Nýju öryggislögin kveða á um bann við uppreisnaráróðri, landráðum og sjálfstæðisumleitunum sjálfstjórnarhéraðsins, auk þess sem málfrelsi og réttur til að mótmæla eru verulega skert með lögunum. 

Fram kemur á BBC að Liu sendiherra vonast til þess að bresk stjórnvöld endurskoði boð sitt um landvistarleyfi. „Breska ríkisstjórnin heldur áfram að setja fram óábyrg ummæli um málefni Hong Kong,“ segir Liu. 

Talsmaður Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, hvatti kínversk stjórnvöld til að skipta sér ekki af íbúum Hong Kong með breskt vegabréf. Hann segist búast við því að Kínverjar skilji mikilvægi þess að fylgja alþjóðalögum og að verið sé að meta stöðu íbúa Hong Kong með breskt ríkisfang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert