Sviss setur Ísland á sóttkvíarlistann

Frá þingfundi í Sviss fyrr í mánuðinum.
Frá þingfundi í Sviss fyrr í mánuðinum. AFP

Yfirvöld í Sviss hafa tilkynnt að fólk sem kemur frá fimmtán ríkjum þurfi að gangast undir tíu daga sóttkví við komuna til landsins. 

Ríkin fimmtán bætast við lista þar sem fyrir eru 44 önnur lönd, en á meðal þessara fimmtán er Ísland.

Auk Íslands bætir Sviss við listann Bretlandi, Belgíu, Danmörku, Hollandi, Írlandi, Lúxemborg, Portúgal, Slóveníu og Ungverjalandi, ásamt Ekvador, Jamaíku, Marokkó, Nepal og Óman.

Svæði innan nágrannaríkjanna Frakklands, Ítalíu og Austurríkis bætast einnig við listann, það eru Bretanía, Lígúría og Neðra- og Efra-Austurríki.

mbl.is