Baðst afsökunar á ósæmilegri hegðun

Jeffrey Toobin á mynd sem var tekin fyrir tveimur árum.
Jeffrey Toobin á mynd sem var tekin fyrir tveimur árum. AFP

Bandaríski samfélagsrýnirinn og rithöfundurinn Jeffrey Toobin hefur beðist afsökunar vegna ósæmilegrar hegðunar sinnar á samskiptaforritinu Zoom.

Án þess að vita af því upptaka væri í gangi á Zoom beraði hann getnaðarlim sinn þannig að samstarfsfólk hans sá. Um var að ræða fund þar sem rætt var um komandi forsetakosningar. Toobin hefur verið vikið frá störfum hjá tímaritinu New Yorker. Ónafngreindir heimildarmenn segja að hann hafi verið að fróa sér á meðan hlé var gert á fundarhöldum.  

AFP

„Ég gerði vandræðalega heimskuleg mistök þegar ég hélt að ég sæist ekki í myndavél. Ég bið eiginkonu mína, fjölskyldu, vini og samstarfsmenn afsökunar,“ sagði hann í yfirlýsingu.

„Ég hélt að ég sæist ekki á Zoom. Ég hélt að enginn á Zoom-fundinum gæti séð mig. Ég hélt að ég hefði tekið hljóðið af Zoom-upptökunni,“ bætti hann við.

Toobin hefur skrifað þó nokkrar bækur og nefnist sú nýjasta „True Crimes and Misdemeanors: The Investigation of Donald Trump.“ Hún fjallar um rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara FBI, á ásökunum um aðild Rússa að kosningaherferð Trumps Bandaríkjaforseta árið 2016.

mbl.is