21 látinn vegna vetrarveðurs í Bandaríkjunum

Snjórinn í Chicago var býsna djúpur og þurfti fólk að …
Snjórinn í Chicago var býsna djúpur og þurfti fólk að moka bíla sína út. AFP

Vetrarveður sem gengur yfir stóra hluta mið- og suðurhluta Bandaríkjanna hefur haft í för með sér kuldamet og orðið til þess að milljónir eru án rafmagns auk þess að kosta minnst 21 manneskju lífið. 

Verstu rafmagnstruflanirnar voru í Texas þar sem fjórar milljónir heimila og fyrirtækja voru án rafmagns í gær í miklu frosti. Um 250.000 heimili og fyrirtæki í Appalachia voru einnig án rafmagns, rétt eins og í Oregon. Þá voru fjórar milljónir manna án rafmagns í Mexíkó. 

AFP

Létust við að reyna að halda á sér hita

Í Norður-Karólínu fundust þrír látnir eftir að fellibylur skall á bæ við sjávarsíðuna. Í Texas reyndi fjögurra manna fjölskylda að halda á sér hita með því að kveikja eld í arni sínum. Það fór illa en eldurinn læsti sig í húsið og brann fjölskyldan inni. Þá létust einnig nokkrir í Lousiana, Kentucky og Missouri, flestir þeirra í bílslysum. 

Veðrið hefur ógnað bólusetningaráætlun Bandaríkjamanna en stjórnvöld hafa gefið út að tafir verði á bóluefnasendingum. 

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina