Hafnaði að sýkna Chauvin

Dauði George Floyds vakti mikla reiði og leiddi til mikilli …
Dauði George Floyds vakti mikla reiði og leiddi til mikilli Black Lives Matter mótbælabylgju. AFP

Dómari í máli lögreglumannsins Dereks Chauvins neitaði beiðni lögmanns hans um að úrskurða strax um sýknu að loknum málflutningi saksóknara.

Chauvin, sem er hvítur karlmaður, sást á myndbandi sem tekið var upp af viðstöddum áhorfanda þrýsta hné sínu aftan á háls George Floyds í níu mínútur. Floyd, sem var handjárnaður, tjáði lögreglumanninum oft að hann næði ekki andanum. 

Verjandi Chauvins, Eric Nelson, sagði að málflutningi saksóknara loknum að ekki hefði tekist að sýna fram á sekt Chauvins með óyggjandi hætti og ætti því að fara beint í sýknu hans. 

Slík beiðni er algeng í glæparétti við lok málflutnings saksóknara. Henni var hafnað af dómara í málinu, Peter Cahill. 

Hall hafi gefið Floyd fíkniefni

Saksóknari kallaði tæplega 40 vitni til framburðar í sínum málflutningi sem stóð yfir í tvær vikur; lækna, sérfræðinga, núverandi og fyrrverandi lögregluþjóna og vitni að atvikinu. 

Morries Hall, sem var með Georg Floyd daginn örlagaríka, hefur lýst því yfir að hann gæti ekki borið vitni án þess að bendla sjálfan sig við glæp. Lögmaður Chauvins heldur því fram að Hall hafi gefið Floyd fíkniefni og hafi andlát Floyds stafað af neyslu á fentanýli og metamfetamíni og heilsufari hans.

Sérfræðingar saksóknara hafa þó sagt að dauði Floyds hafi stafað af lágu súrefnismagni vegna þrengingar að hálsi, ekki vegna fíkniefnaneyslu né heilsufars Floyds.

mbl.is