Útgöngubann á Nýja-Sjálandi framlengt

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa framlengt útgöngubann sem var tilkynnt í síðustu viku vegna Covid-19.

Forsætisráðherrann Jacinda Ardern telur að útbreiðsla Delta-afbrigðisins í landinu eigi eftir að ná hámarki.

Vegna útbreiðslunnar sagði Ardern of snemmt að aflétta takmörkunum.

Ashley Bloomfield, landlæknir Nýja-Sjálands, bólusettur við Covid-19.
Ashley Bloomfield, landlæknir Nýja-Sjálands, bólusettur við Covid-19. AFP

„Delta náði forskoti á okkur og við þurftum að ná í skottið á því eins fljótt og mögulegt var …við teljum að þessi útbreiðsla hafi ekki enn enn náð hámarki,“ sagði hún.

35 ný smit greindust síðasta sólarhring í landinu og eru smitin af völdum Delta þar með orðin 107 talsins. Yfir 13 þúsund manns hafa þurft að fara í sýnatöku.

Útgöngubannið á Nýja-Sjálandi átti að renna út á morgun en Arden sagði að það myndi halda áfram til föstudags í landinu en í borginni Auckland gildir það lengur, eða til 31. ágúst.

Aðeins um 20 prósent Nýsjálendinga eru fullbólusett, sem er eitt lægsta hlutfallið í þróuðum ríkjum heimsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert