Tóku 12 milljónir dollara af fyrrum embættismönnum

Talíbanar tóku völd í Afganistan fyrir mánuði síðan.
Talíbanar tóku völd í Afganistan fyrir mánuði síðan. AFP

Seðlabanki Afganistan sagði í yfirlýsingu í dag að talíbanar hafi tekið peninga og gull af heimilum fyrrverandi embættismanna fyrir meira en 12 milljónir dollara, eða um einn og hálfur milljaður króna. 

Skortur á gjaldeyri er nú í landinu og hafa talíbanar því gefið út þá skipun að fólk eigi að notast við afganska gjaldmiðilinn afgani.

Margir ríkisstarfsmenn hafa ekki komið til vinnu frá því að talíbanar tóku við völdum fyrir mánuði síðan og í mörgum tilfellum hefur fólk ekki fengið laun greidd í marga mánuði. Milljónir Afgana lifa því við fátæktarmörk.

Þeir sem eiga pening glíma einnig við erfiðleika þar sem bankar leyfa fólki ekki að taka út nema 200 dollara á viku, eða um 25 þúsund krónur.

Peningurinn sem talíbanar tóku af fyrrum embættismönnunum renna nú til seðlabankans en mest var tekið af heimili Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta. 

Fyrrverandi varaforseti Afganistan, Amrullah Saleh.
Fyrrverandi varaforseti Afganistan, Amrullah Saleh. AFP
mbl.is