Flóð á Sikiley hafa orðið tveimur að bana

Mikið hefur rignt á svæðinu í nokkra daga.
Mikið hefur rignt á svæðinu í nokkra daga. Mynd/Skjáskot BBC

Vatn flæðir nú um götur borgarinnar Catania á Sikiley á Ítalíu í kjölfar mikils stormviðris og úrhellisrigningar síðustu daga. Flóðin, sem hafa fært götur borgarinnar á kaf, hafa orðið að minnsta kosti tveimur að bana. Þriðju manneskjunnar hefur verið saknað síðan á sunnudag og er enn leitað. BBC greinir frá.

Veðurfræðingar vilja meina að sjaldgæfur Miðjarðarhafs fellibylur, þekktur sem Medicane, hafi gengið yfir suðurhluta Ítalíu og valdið þessum veðurusla. 

Almannavarnir á Ítalíu hafa lýst yfir hæsta stigi viðvörunar vegna veðurofsans og flóðanna fyrir stóran hluta af Sikiley og Calabaria. Fram kemur að veðrið geti valdið bæði mann- og eignatjóni.

Vísindamenn benda í þessu samhengi á að loftslagsbreytingar af mannavöldum valdi tíðari og ofsafegnari veðurfyrirbrigðum.

Vatnselginn á götum Catania má sjá hér fyrir neðan:

 

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert