Dýrasta borg í heiminum til þess að búa í

Tel Aviv í Ísrael.
Tel Aviv í Ísrael. AFP

Tel Aviv í Ísrael er sú borg í heiminum sem dýrast er að búa í. Borgin hefur því farið upp um fimm sæti á einu ári á lista hjá rannsóknar- og greiningarsviði viðskiptablaðsins Economist (EIU). Ódýrasta borg heimsins til þess að búa í er Damaskus, höfuðborg Sýrlands.

Á vef BBC segir að könnunin beri saman kostnað fyrir vörur og þjónustu í 173 ríkjum. Þá segir að gögn frá því í ágúst og september sýni að verðlag í heiminum hafi hækkað um 3,5% sem er mesta verðbólga undanfarin fimm ár.

Mestu verðhækkanir hafa verið á samgöngum en verð á bensíni hefur hækkað um 21% að meðaltali. 

París og Singapúr í öðru sæti

Hækkun framfærslukostnaðar í Tel Aviv endurspeglar fyrst og fremst hækkun á ísraelska gjaldmiðlunum, shekel, sem hefur leitt til verðhækkunar um 10%.

Í öðru sæti á listanum yfir dýrustu borgirnar eru París og Singapúr, þá kemur Zurich og síðan Hong Kong. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert