Útgöngubann í annarri kínverskri borg

Fólk í röðum í sýnatöku.
Fólk í röðum í sýnatöku. AFP

Útgöngubann hefur tekið gildi í kínversku borginni Yan'an vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en áður hafði slíkt bann verið í gildi í borginni Xi'­an frá því í síðustu viku. Stjórnvöld reyna með þessu að hemja útbreiðslu veirunnar.

Alls greindust 209 smit í landinu í gær en það er mesti fjöldi smita þar síðan í mars í fyrra.

Rúmar tvær milljónir búa í borginni Yan'an, sem er um 300 kílómetra norðan við Xi'an.

Kína hef­ur tekið mjög hart á öll­um smit­um eft­ir að far­ald­ur­inn fór af stað, en þar er stefn­an að ná smit­um niður í núll. Hafa tak­mark­an­ir á landa­mær­um meðal ann­ars verið mjög mikl­ar, krafa hef­ur verið uppi um langa sótt­kví og út­göngu­bann hef­ur verið sett á þar sem smit hafa komið upp. Þrátt fyr­ir það virðist veir­an hafa náð að grass­era und­an­farið og til­fell­um fjölgar.

Von er á fjölda erlendra gesta til Kína þegar vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert