Þjóðþingið brunnið til kaldra kola

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í bygg­ingu suðurafríska þings­ins í Höfðaborg. Að sögn talsmanns er þjóðþingið brunnið til kaldra kola en eldurinn braust út klukkan sex í morgun að staðartíma.

Á vef BBC er greint frá því að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hafi heimsótt vettvang í dag og sagt að um sé að ræða „hræðilegan atburð“.

Eldurinn braust út í suðurafríska þinginu um klukkan sex í …
Eldurinn braust út í suðurafríska þinginu um klukkan sex í morgun að staðartíma. AFP

Forsetinn sagði að brunavarnakerfið hefði brugðist en þakkaði viðbragðsaðilum fyrir að bregðast hratt við. Um 70 slökkviliðsmenn eru enn að störfum.

Eldurinn kviknaði á skrifstofum á þriðju hæð og breiddist fljótt út í sal þjóðþingsins. Enginn slasaðist í brunanum og eru upptök eldsins enn ókunn, einn er þó í haldi lögreglu.

Í gær fór fram jarðarför Desmunds Tutus erkibiskups í í St. Geor­ge-dóm­kirkj­unni sem er rétt við þinghúsið. Ramaphosa minntist því á að Tutu hefði orðið niðurbrotinn hefði hann séð brunann.

Slökkviliðið að störfum.
Slökkviliðið að störfum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert