2.891 smit og níu andlát á Kanaríeyjum

Frá Los Cristianos á Tenerife.
Frá Los Cristianos á Tenerife. AFP

Sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar á Kanaríeyjum fer enn stækkandi. Greint var í dag frá 2.891 nýju smiti á eyjaklasanum síðastliðinn sólarhring. Níu létust úr Covid-19 sjúkdómnum á sama tíma.

Flest ný smit greindust á Gran Canaria, eða 1.244 talsins, en þar á eftir á Tenerife, þar sem 1.048 greindust smitaðir af veirunni.

65 þúsund með staðfest smit

Á La Palma greindust 186 smit, 182 á Lanzarote, 176 á Fuerteventura, 38 á La Gomera og 17 á El Hierro, að því er fréttavefurinn Canarias7 greinir frá.

Alls eru 65.299 manneskjur með staðfest virkt kórónuveirusmit á Kanaríeyjum. Samtals eru 545 á sjúkrahúsum með Covid-19 sjúkdóminn, en þar af eru 65 á gjörgæslu.

Rúmlega tvær milljónir manna búa á eyjunum.

mbl.is