Greinilegur möguleiki á að Rússar ráðist brátt inn

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við forseta Úkraínu í gær að það væri „greinilegur möguleiki“ á því að Rússar ráðist inn í Úkraínu í næsta mánuði. 

Rússnesk yfirvöld gefið út að þau sjái „takmarkaðan grundvöll fyrir bjartsýni“ um að deilan á milli þeirra og bandarískra yfirvalda leysist.

Í gær hótuðu bandarísk stjórnvöld því að tryggja að beðið yrði með að opna nýja mikilvæga leiðslu sem á að senda gas frá Rússlandi til Vestur Evrópu, ef Rússar ákveða að ráðast inn í Úkraínu. Hefði slíkt verulega neikvæð fjárhagsleg áhrif fyrir Rússa.

Tugir þúsunda rússneskra hermanna hafa safnast saman við landamæri Úkraínu á síðustu vikum og hefur það ollið áhyggjum um að Rússar ætli að ráðast inn í nágrannalandið. 

Rússnesk yfirvöld hafa tekið fyrir það.

Vesturlönd tilbúin í efnahagsþvinganir

„Biden sagði að það væri greinilegur möguleiki á að Rússar gætu ráðist inn í Úkraínu í febrúar. Þetta hefur hann sagt opinberlega og við höfum varað við [innrás] mánuðum saman,“ sagði Emily Horne, talskona þjóðaröyggisráðs Hvíta hússins um málið. 

Bandamenn Bandaríkjanna á Vesturlöndum hafa sagt að þeir muni koma á efnahagsþvingunum gegn Rússlandi ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert