Segir ákvörðun Pútíns óásættanlega

Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. AFP

Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir fyrirskipun Vladímír Pútíns Rússlandsforseta algjörlega óásættanlega, en rétt í þessu voru rússneskar kjarnorkusveitir settar í viðbragðstöðu.

„Þetta þýðir að Pútín er enn að stigmagna stríðið, þetta er algjörlega óásættanlegt og við verðum að halda áfram að mæta ákvörðunum hans af krafti.“

Gordon Corera, öryggissérfræðingur, segir ákvörðun Pútíns í raun viðvörun til NATO, og sýni ekki fram á vilja að nota þau.

Þó sé nú auðveldara fyrir Rússa að skjóta þeim á loft eftir þessa fyrirskipun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert