Stærsti blossinn til þessa í Kænugarði

Lögreglumenn bera lík fallins Úkraínumanns eftir loftárás í gær.
Lögreglumenn bera lík fallins Úkraínumanns eftir loftárás í gær. AFP

Í dögun áttunda dags af innrás Rússlandshers inn í Úkraínu er eftirfarandi helst:

  • Eins og greint var frá í gær á mbl.is hafa rússneskar hersveitir náð Kerson á sitt vald. Um er að ræða fyrstu stórborgina í Úkraínu sem Rússum hefur tekist að leggja undir sig. 
  • Sprengjuregnið í Kænugarði hélt áfram í nótt og á miðlum í Úkraínu má greina að þungi þess hafi jafnvel aukist í nótt. Blaðamaður CBS sem er staddur í Kænugarði segist á Twitter hafa séð stærsta blossa eftir sprengingu hingað til í nótt sem lýsti upp himininn allan.
  • Samkvæmt gögnum bandarískra stjórnvalda hefur rússneska skriðdreka- og bílalestin mikla sem stödd er nokkrum kílómetrum utan við Kænugarð tafist verulega vegna eldsneytis- og og vistarskorts. 
  • Yfir milljón manns í Úkraínu hafa lagt á flótta frá stríðinu samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum og þeim fjölgar hratt dag frá degi.
  • Óttast er að mikill fjöldi manns hafi fallið í Maríupol síðastliðinn sólarhring sem hefur verið undir stöðugum skotárásum. Fullyrt er að borgin sé enn í höndum Úkraínumanna.
  • Fregnir berast einnig af miklum þunga skotárása í Karkív, næststærstu borg Úkraínu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert