Flugmaður Boeing sýknaður

Flugvél Boeing af tegundinni 737 MAX 9.
Flugvél Boeing af tegundinni 737 MAX 9. AFP

Fyrrverandi flugmaður hjá Boeing var sýknaður í gær af því að afvegaleiða bandaríska flugmála eftirlitsmenn sem unnu að vottun 737 MAX flugvélanna.

346 manns fórust þegar tvær Max-vélar hröpuðu til jarðar.

Mark Forkner var ákærður í nóvember síðastliðnum fyrir að deila ekki með flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum uppgötvun sinni á stórum breytingum í MCAS-hugbúnaði MAX-flugvélanna sem gerði flugmönnum erfitt fyrir að nota búnaðinn í flughermi.

Saksóknarar ásökuðu þá Forkner fyrir að leiða á villigötur flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines, með því að leyna fyrir þeim að aukin þjálfun flugmanna væri nauðsynleg fyrir MAX-vélarnar, allt til þess að spara pening fyrir Boeing.

Sagður blóraböggull

Forkner, sem er eini einstaklingurinn ákærður vegna MAX-flugslysanna, er sagður blóraböggull rannsóknarinnar að mati verjanda hans.

Boeing-flugvélaframleiðandinn hafði áður viðurkennt að hafa villt um fyrir stjórnvöldum vegna MAX flugvélanna og samþykkti árið 2021 að borga því sem nemur um 323 milljörðum íslenskra króna í skaðabætur í lögsóknum tengdum flugslysunum tveimur hjá Lion Air árið 2018, og Ethiopan Airlines árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert