Stoltenberg áfram í forystu NATO

Jens Stoltenberg,framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Jens Stoltenberg,framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. AFP

Ákveðið var í dag að lengja tímabil sitjandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, um eitt ár meðan Vesturlönd eru að kljást við stríð Rússa í Úkraínu.

„Ég er stoltur af því að fá auka ár til að leiða bandalagið, eða þar til 30. september 2023,“ skrifaði Stoltenberg á Twitter. Við upphaf fundar leiðtoga bandalagsins í Brussel í dag sagði hann mikilvægt að frammi fyrir mestu öryggisógn þessarar kynslóðar standi sambandslöndin þétt saman „svo við getum tryggt öryggi borgaranna og styrk Atlantshafsbandalagsins.“

Ida Wolden Bache næsti seðlabankastjóri Noregs

Stoltenberg er 63 ára og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Áður en framkvæmdastjórastaða hans í NATO var framlengd í dag hafði legið fyrir að hann færi til baka til Noregs og myndi stýra seðlabanka landsins. En Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs staðfesti að Stoltenberg hefði þegar tekið ákvörðun um að taka ekki bankastjórastöðuna út af ástandinu í Evrópu. Næsti seðlabankastjóri Noregs verður Ida Wolden Bache.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert