Segir af sér vegna klámsins

Neil Parish hefur ákveðið að segja af sér.
Neil Parish hefur ákveðið að segja af sér. AFP

Breski þingmaðurinn Neil Parish hefur ákveðið að segja af sér. Parish varð uppvís af því að skoða klám í þingsal og var vikið úr þingflokki Íhaldsflokksins. Fyrr í morgun sagðist hann ekki ætla að segja af sér vegna málsins en nú hefur honum snúist hugur. 

„Ég sá að lokum að ég olli of miklu fjaðrafoki, og fjölskyldu minni of miklum skaða með því að halda þingmennsku minni áfram,“ sagði Parish í tilkynnningu til fjölmiðla eftir hádegi í dag. 

Parish, sem er líka bóndi, hafði áður gefið þá skýringu að hann hafi opnað klámsíðuna fyrir misgáning. Hann hafi verið að leita að dráttarvélum á vefsíðu með svipuðu nafni. Hann hafi svo óvart horft á klámið í nokkra stund, en viðurkennir að hann hefði átt að sleppa því. 

„Glæpurinn, sá stærsti, er að ég fór aftur meðvitað inn á síðuna. Þá sat ég og beið eftir því að kjósa í þingssalnum,“ sagði Parish.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert