Biðlar til ESB að koma í veg fyrir dauðarefsingu

Ahmadreza Djalali var pró­fess­or við Karol­inska Institu­te í Stokkhólmi.
Ahmadreza Djalali var pró­fess­or við Karol­inska Institu­te í Stokkhólmi. AFP

Eiginkona íranska prófessorsins, Ahmadreza Djalali, sem starfaði við Karol­inska Institu­te í Svíþjóð, hefur biðlað til Evrópusambandsins að tryggja að eiginmaður hennar yrði látinn laus, en hann var dæmdur til dauða árið 2017 fyrir njósnir. 

Djalali, sem er með ír­ansk­an og sænskan rík­is­borg­ara­rétt, var hand­tek­inn í Teher­an og hann sakaður um njósn­ir og and­stöðu við guð þegar tók þátt í ráðstefnu í borg­inni vorið 2016.

Hann hef­ur búið lengi í Svíþjóð ásamt eig­in­konu og tveim­ur börn­um. Sér­grein hans er lækn­ing­ar á ham­fara­tím­um og stund­ar hann rann­sókn­ir sín­ar í Stokk­hólmi. 

Átti að vera hengdur í dag

„Ég vona að Evrópusambandið geti gripið inn í með afgerandi hætti til að koma Ahmadreza heim,“ sagði Vida Mehrannia, eiginkona Djalali, við fjölmiðla.

„Evrópusambandið má ekki leyfa saklausum manni að vera myrtur á þennan hátt.“

Fjölmiðlar í Íran greina frá því að Djalali hefði átt að vera hengdur í dag og að írönsk stjórnvöld hafi ýtt á eftir því. 

Mehrannia greindi hins vegar frá því að ekki hafi orðið úr því og að íranski dómsmálaráðherrann væri að íhuga að seinka dauðadómnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka