Þrír látnir og 40 slasaðir eftir sprengingu

Björgunaraðilar þar sem sprenging varð á markaði í Jerevan í …
Björgunaraðilar þar sem sprenging varð á markaði í Jerevan í Armeníu. AFP/Karen Minasyan

Sprenging á markaði í Jerevan höfuðborg Armeníu varð þremur að bana í dag. Í kringum 40 manns hafa verið fluttir á sjúkrahús í kjölfar sprengingarinnar.

„Fyrstu gögn gefa til kynna að sprenging hafi orðið sem kveikti eld [á markaðinum],“ segir í tilkynningu frá neyðarástandsráðuneyti í landinu.

Þar kemur einnig fram að bygging í grennd við markaðinn hafi hrunið og 25 manns sé saknað sem gætu verið undir rústum byggingarinnar.

Stjórnvöld hafa ekki sagt til um það hvað olli sprengingunni en vitni á staðnum sagði að sprengingin hafi orðið á stað þar sem flugeldar voru geymdir.

Hér má sjá myndband frá BBC af sprengingunni:


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka