Látnir einstaklingar fá líka loftlagsbónus

Lofslagsbónus hefur verið greiddur til fullorðinna einstaklinga sem hafa verið …
Lofslagsbónus hefur verið greiddur til fullorðinna einstaklinga sem hafa verið búsettir í Austurríki í 6 mánuði eða lengur það sem af er ári. AFP

Í Austurríki fá jafnvel látnir einstaklingar aðstoð frá ríkinu til að takast á við hækkandi orkuverð í Evrópu. Frá septemberbyrjun hafa fullorðnir einstaklingar sem búsettir hafa verið í Austurríki í að minnsta kosti sex mánuði það sem af er ári fengið greiddar 500 evrur í "loftlagsbónus".

Kerfið gerir ekki greinar mun á því hvort einstaklingar séu á lífi eða ekki og eru margir látnir einstaklingar ennþá í gagnagrunninum. Þetta hefur haft það í för með sér að peningur streymir úr ríkissjóði til einstaklinga hvort sem þeir eru á lífi eða ekki.

Loftslagsbónusinn var upphaflega kynntur til þess að dreifa hluta þeirra fjármuna sem safnað var með kolefnisskatti til neytenda. Upphæðin var síðan hækkuð eftir gríðarlega hækkun á orkukostnaði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og koma þannig til móts við neytendur.

mbl.is