Trump fái ekki aftur að gegna opinberri stöðu

Skýrsla nefndarinnar var kynnt í gær.
Skýrsla nefndarinnar var kynnt í gær. AFP/Mandel Ngan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti ekki að fá að bjóða sig fram aftur til opinberrar stöðu eftir að hafa hvatt til tilraun til valdaráns. Þetta er mat sérstakrar rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem sett var á fót vegna árásinnar á þinghúsið í janúar árið 2021, þar sem fylgjendur Trump réðust inn í þinghúsið.

Þetta er meðal þeirra tillagna sem koma fram í 845 blaðsíðna skýrslu nefndarinnar, til að tryggja að ekkert í líkingu við það sem átti sér stað í janúar 2021, gerist aftur.

„Það hefur verið gengið of langt í að gefa sigruðum fyrrverandi forseta færi á að gera sig að farsælum einræðisherra, ráðast að lýðræðislegum stofnunum og hvetja til ofbeldis,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, þegar skýrslan var kynnt í gær.

Löggjafinn er hvattur til að gera þær breytingar á lögum sem þarf til að koma í veg fyrir að Trump og aðrir sem hvetja til valdaráns fái ekki að gegna opinberum stöðum.

mbl.is