Hættum ekki fyrr en morðingjunum verður refsað

Selenskí fyrr í vikunni.
Selenskí fyrr í vikunni. AFP/Genya Savilov

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hrósaði þjóð sinni fyrir baráttuþrek hennar gegn Rússum síðastliðið ár og hét því að ná sigri, en í dag er eitt ár liðið frá því Rússar réðust inn í landið.

„Helsta niðurstaðan er sú að við sýndum þrautseigju. Við erum ósigruð. Og við munum gera allt til að ná sigri á þessu ári!“ sagði hann í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.

„Úkraína hefur veitt heiminum öllum innblástur. Úkraína hefur sameinað heiminn,“ sagði hann.

Forsetinn hrósaði borgum sem hafa orðið fyrir meintum stríðsglæpum Rússa, þar á meðal Bucha, Irpin og Maríupol og sagði þær „höfuðborgir þeirra sem eru ósigraðir“.

„Við munum ekki linna látum fyrr en rússnesku morðingjarnir fá þá refsingu sem þeir eiga skilið.“

Pútín Rússlandsforseti.
Pútín Rússlandsforseti. AFP/Pavel Bednyakov

Selenskí sagði einnig: „24. febrúar tóku milljónir okkar ákvörðun. Ekki um hvítan fána  heldur blán og gulan. Ekki um að flýja, heldur að horfast í augu við hlutina. Að horfast í augu við óvininn. Mótstaða og barátta,“ skrifaði Selenskí.

„Þetta var ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. Og þetta er ár þar sem við höfum verið ósigrandi.“

Varað hefur verið við því að Rússar gætu verið að undirbúa árás í tilefni þessara tímamóta.

Í nótt var tilkynnt um árásir í héruðunum Kraamatorsk og Kerson,

Emmanuel Macron Frakklandsforseti ítrekaði í morgun stuðning þjóðar sinnar við Úkraínu. „Almenningur í Úkraínu. Frakkar standa með ykkur. Til samstöðu. Til sigurs. Til friðar,“ tísti forsetinn á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert