Feðgin fylgdust með eldflaugaskoti

Kim Jong-un fylgist með ásamt dóttur sinni.
Kim Jong-un fylgist með ásamt dóttur sinni. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafði yfirumsjón með því þegar kraftmestu langdrægu eldflaug landsins var skotið á loft í tilraunaskyni í gær. Dóttir hans var með í för.

Þetta er önnur langdræga eldflaugin sem Norður-Kórea skýtur á loft á þessu ári og var um að ræða flaug af tegundinni Hwasong-17.

Kim Jong-un notaði sjónauka til að fylgjast með því sem …
Kim Jong-un notaði sjónauka til að fylgjast með því sem fram fór. AFP

Efnt var til tilraunaskotsins vegna sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, sem Norður-Kóreumenn hafa fordæmt.

Á ljósmyndum í dagblaðinu Rodong Sinmun sást Kim fylgjast með Hwasong-17-eldflauginni, sem hefur verið kölluð „skrímslaeldflaug“ af sérfræðingum, taka á loft.

AFP

Á sumum myndanna sást hann horfa á með dóttur sinni, sem aldrei er nafngreind í norðurkóreskum fjölmiðlum en heitir Ju Ae að sögn Suður-Kóreumanna.

AFP
mbl.is