Heitasta vorið frá upphafi mælinga

Kona notar blævæng til að kæla sig er hún gengur …
Kona notar blævæng til að kæla sig er hún gengur fram hjá manni sem liggur í skugganum í spænsku borginni Sevilla 26. apríl. AFP/Cristina Quicler

Nýliðið vor á Spáni var það heitasta síðan mælingar hófust. Meðalhitastigið var næstum tveimur stigum hærra en venjulega, að sögn spænsku veðurstofunnar.

„Vorið 2023 var heitasta vorið á Spáni frá því mælingar hófust,” sagði veðurstofan og átti þar við þriggja mánaða tímabil sem hófst í mars.

Þurrkatíð hefur verið undanfarið á Spáni sem hefur haft sín áhrif á landbúnaðinn.

Fólk á hestvagni reynir að verjast sólinni í Sevilla í …
Fólk á hestvagni reynir að verjast sólinni í Sevilla í lok apríl. AFP/Cristina Quicler

Meðalhitastigið var 14,2 stig, sem var 1,8 stigum hærra en venjan er.

Að sögn veðurstofunnar er það „virkilega heitt og 0,3 stigum heitara en árið 1997 sem var heitasta vorið til þessa”.

Seint í apríl gekk mikil hitabylgja yfir Spán og fór hitinn í 38,8 stig í suðurhluta landsins.

mbl.is