Óskar upplýsinga um son sinn

Liðsmenn vopnaðra sveita Kúrda horfa yfir Maydanki-vatn í Afrin-héraði í ...
Liðsmenn vopnaðra sveita Kúrda horfa yfir Maydanki-vatn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Myndin er tekin 4. mars. AFP

Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn,“ skrifar Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum í Sýrlandi, á vefsíðu sína. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu margir frá því í gær að Haukur hefði fallið í Afrin-héraði, skammt frá landamærunum að Tyrklandi, þar sem hann barðist við hlið sveita Kúrda. Í fréttum, sem m.a. eiga uppruna sinn í Facebook-færslu útlendingahersveitar sem Haukur er sagður hafa verið liðsmaður í, segir að hann hafi einnig barist gegn vígamönnum Ríkis íslams í Raqqa á síðasta ári. Hann er sagður hafa fallið í árásum Tyrkja og bandamanna þeirra þann 24. febrúar. 

Eva skrifar að hún viti ekki hvað gerðist þann dag umfram það sem sagt hefur verið frá opinberlega. Hún segir að margir undrist að ekki hafi verið haft samband við fjölskylduna áður en fréttinni var dreift á samfélagsmiðlum en segir ekki við því að búast af samtökum sem þessum.

Hún minnir á að utanríkisráðuneytið hafi beðið ræðismann sinn í Tyrklandi að reyna að fá fréttirnar staðfestar og sömuleiðis vinni alþjóðadeild ríkislögreglustjóra að því. Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk frá utanríkisráðuneytinu nú rétt fyrir hádegi hefur slík staðfesting enn ekki fengist. „Við erum með alla anga úti við að reyna að fá staðfestar upplýsingar,“ segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Hún segir að ráðuneytið sé ennfremur í sambandi við aðstandendur Hauks. 

Þakklát fyrir kveðjur

Eva skrifar að fjöldi manns hafi haft samband við hana og sent sér kærleikskveðjur, jafnvel ókunnugt fólk. Fyrir það sé hún þakklát. „Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com.“

Reykur stígur til himna í Afrin-héraði eftir loftárásir Tyrkja í ...
Reykur stígur til himna í Afrin-héraði eftir loftárásir Tyrkja í útjaðri bæjarins Jandairis í vikunni. AFP

Aðgerðasinninn Haukur Hilmarsson vakti meðal annars athygli hér á landi fyrir að klifra upp á þak Alþingishússins í búsáhaldabyltingunni árið 2008 og draga Bónusfána að húni. Var hann handtekinn tveimur vikum seinna vegna sektar sem hann hafði fengið árið 2005 og vakti það mikla reiði. Fjölmennti fólk fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og var hann látinn laus eftir að sekt hans hafði verið greidd af ónendum manni.

Þá var Haukur um tíma virkur í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland og síðar með samtökunum No borders, en þau hafa barist fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda. Kom hann meðal annars að málum hælisleitandans Tony Omos og Paul Ramses. Í máli Ramses braust Haukur í félagi við annan mann inn á Keflavíkurflugvöll og stöðvaði tímabundið för flugvélarinnar sem Ramses var um borð í.

Haukur var einnig einn þeirra sem lokuðu veginum að Hellisheiðavirkjun í júlí 2007 í mótmælaskyni við byggingu virkjunarinnar. Var hann þá dæmdur ásamt móður sinni og sex öðrum fyrir brot á allsherjarreglu með að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem birtust í frétt tyrknesks miðils sem sagði fyrst frá málinu fór Haukur til Sýrlands með liðsmönnum RUIS hreyfingarinnar, en það eru hernaðarleg anarkistasamtök sem voru stofnuð árið 2015 og samanstanda aðallega af grískum sjálfboðaliðum sem hafa stutt Kúrda. 

Í færslu á Face­book-síðu In­ternati­onal Freedom Batalli­on, sam­taka sem Haukur er sagður hafa verið liðsmaður í, kem­ur fram að hann hafi ætlað sér að taka þátt í bar­áttu sam­tak­anna í Man­bij í Sýr­landi árið 2016. Hon­um hafi ekki tek­ist að kom­ast þangað. Hann hafi þó ekki gef­ist upp held­ur snúið aft­ur og þá til að taka þátt í orr­ust­unni í Raqqa sem lauk í fyrra en þar börðust sam­tök­in gegn upp­gangi víga­manna Rík­is íslams. Hann hafi svo snúið enn á ný til svæðis­ins til að verja Afr­in gegn herj­um Tyrkja. Í þeim bar­dög­um hafi hann fallið.

In­ternati­onal Freedom Batalli­on eru sam­kvæmt Wikipedia vopnuð sam­tök út­lend­inga sem bar­ist hafa í stríðinu í Sýr­landi og gegn Ríki íslams í Sýr­landi og Írak.

Ítrekað komið til átaka

Í Afr­in hef­ur ít­rekað komið til átaka, m.a. síðustu daga. Blandaðar her­sveit­ir und­ir stjórn tyrk­neska hers­ins hófu umsát­ur um Afr­in fyr­ir nokkr­um dög­um. Til­gang­ur aðgerðar­inn­ar var sagður vera sá að halda vopnuðum sveit­um Kúrda (YPG) frá landa­mær­um Tyrk­lands, en Tyrk­ir segja YPG vera úti­bú Verka­manna­flokks Kúr­d­ist­ans (PKK) sem lengi hef­ur bar­ist hart fyr­ir sjálf­stæði Kúr­da­héraða í Tyrklandi.

Tyrk­neski her­inn hóf fyr­ir nokkr­um vik­um að gera árás­ir á liðsmenn YPG og fékk til þess aðstoð frá sýr­lensk­um upp­reisn­ar­mönn­um. Í þeim árásum eru margir sagðir hafa fallið.

Frá Afrin í Sýrlandi.
Frá Afrin í Sýrlandi. AFP
mbl.is

Innlent »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

09:23 „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

08:49 Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Meira »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »

Útlitið jákvætt eftir fundina

05:30 Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag. Meira »

Vissu ekki af veikindum Dags

05:30 Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn fréttu fyrst af veikindum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Fréttablaðinu á laugardagsmorgun, en þar er greint frá því að Dagur glími við sjaldgæfan gigtarsjúkdóm. Meira »

Fundu mannvistarleifar frá landnámi

05:30 Mannvistarlög frá landnámsöld og fram á 14. öld hafa fundist við Mosfell í Mosfellsdal og þykja þau geta varpað góðu ljósi á sögu miðalda á svæðinu. Meira »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Í gær, 20:16 Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Mosfellsdalur á altari ferðamennskunnar

Í gær, 20:15 „Dalurinn er orðinn að einhverri hraðbraut án þess að við íbúar höfum nokkuð um það að segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal. Um dalinn liggur Þingvallavegur, sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og aðra ferðamannastaði. Meira »

Ást og friður á LungA

Í gær, 19:35 Listahátíðin LungA, listahátíð ungs fólks, fór fram á Seyðisfirði síðastliðna viku og lauk henni í gær. Þangað lögðu listunnendur leið sína og gekk hátíðin vonum framar að sögn skipuleggjenda. Þó svo að flestir séu þreyttir í lok vikunnar snýr fólk til síns heima fullt af kærleik og innblæstri. Meira »

Yfir 23.000 miðar seldir

Í gær, 19:12 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki. Meira »

Barátta fyrir lífsgæðum

Í gær, 18:40 Brynhildur Lára er 9 ára stúlka sem er búsett í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún greindist með taugatrefjaæxlager, sjúkdóminn NF1, þegar hún var innan við árs gömul. Sjúkdómurinn hefur valdið skemmdum á taugum hennar, sem hafa m.a. leitt til þess að í dag er hún alblind. Meira »

Ekki ráðlegt að spyrja Grikki til vegar

Í gær, 18:00 Hjónin Magnús A. Sigurðsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Meira »

„Kristján kveður og Kristján heilsar“

Í gær, 17:35 Skálholtshátíð fór fram um helgina og var dagskráin fjölbreytt. Í dag fór fram biskupsvígsla, en þá vígði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands séra Kristján Björnsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsstifti við messu í Skálholtsdómkirkju. Meira »
Heima er bezt tímarit
5. tbl. 2018 - Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift - www.heimaerbezt.net ...
Til sölu Opel Vectra árg. 2000
Til sölu Opel Vectra árg 2000 einn með öllu,skoðaður 2019 ekin 123000km ný framd...
Húsbíll
Húsbill árg 90, einn með flest öllu sem til þarf, með sólarsellum sjónvarp V 1.6...