Óskar upplýsinga um son sinn

Liðsmenn vopnaðra sveita Kúrda horfa yfir Maydanki-vatn í Afrin-héraði í ...
Liðsmenn vopnaðra sveita Kúrda horfa yfir Maydanki-vatn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Myndin er tekin 4. mars. AFP

Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn,“ skrifar Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum í Sýrlandi, á vefsíðu sína. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu margir frá því í gær að Haukur hefði fallið í Afrin-héraði, skammt frá landamærunum að Tyrklandi, þar sem hann barðist við hlið sveita Kúrda. Í fréttum, sem m.a. eiga uppruna sinn í Facebook-færslu útlendingahersveitar sem Haukur er sagður hafa verið liðsmaður í, segir að hann hafi einnig barist gegn vígamönnum Ríkis íslams í Raqqa á síðasta ári. Hann er sagður hafa fallið í árásum Tyrkja og bandamanna þeirra þann 24. febrúar. 

Eva skrifar að hún viti ekki hvað gerðist þann dag umfram það sem sagt hefur verið frá opinberlega. Hún segir að margir undrist að ekki hafi verið haft samband við fjölskylduna áður en fréttinni var dreift á samfélagsmiðlum en segir ekki við því að búast af samtökum sem þessum.

Hún minnir á að utanríkisráðuneytið hafi beðið ræðismann sinn í Tyrklandi að reyna að fá fréttirnar staðfestar og sömuleiðis vinni alþjóðadeild ríkislögreglustjóra að því. Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk frá utanríkisráðuneytinu nú rétt fyrir hádegi hefur slík staðfesting enn ekki fengist. „Við erum með alla anga úti við að reyna að fá staðfestar upplýsingar,“ segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Hún segir að ráðuneytið sé ennfremur í sambandi við aðstandendur Hauks. 

Þakklát fyrir kveðjur

Eva skrifar að fjöldi manns hafi haft samband við hana og sent sér kærleikskveðjur, jafnvel ókunnugt fólk. Fyrir það sé hún þakklát. „Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com.“

Reykur stígur til himna í Afrin-héraði eftir loftárásir Tyrkja í ...
Reykur stígur til himna í Afrin-héraði eftir loftárásir Tyrkja í útjaðri bæjarins Jandairis í vikunni. AFP

Aðgerðasinninn Haukur Hilmarsson vakti meðal annars athygli hér á landi fyrir að klifra upp á þak Alþingishússins í búsáhaldabyltingunni árið 2008 og draga Bónusfána að húni. Var hann handtekinn tveimur vikum seinna vegna sektar sem hann hafði fengið árið 2005 og vakti það mikla reiði. Fjölmennti fólk fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og var hann látinn laus eftir að sekt hans hafði verið greidd af ónendum manni.

Þá var Haukur um tíma virkur í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland og síðar með samtökunum No borders, en þau hafa barist fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda. Kom hann meðal annars að málum hælisleitandans Tony Omos og Paul Ramses. Í máli Ramses braust Haukur í félagi við annan mann inn á Keflavíkurflugvöll og stöðvaði tímabundið för flugvélarinnar sem Ramses var um borð í.

Haukur var einnig einn þeirra sem lokuðu veginum að Hellisheiðavirkjun í júlí 2007 í mótmælaskyni við byggingu virkjunarinnar. Var hann þá dæmdur ásamt móður sinni og sex öðrum fyrir brot á allsherjarreglu með að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem birtust í frétt tyrknesks miðils sem sagði fyrst frá málinu fór Haukur til Sýrlands með liðsmönnum RUIS hreyfingarinnar, en það eru hernaðarleg anarkistasamtök sem voru stofnuð árið 2015 og samanstanda aðallega af grískum sjálfboðaliðum sem hafa stutt Kúrda. 

Í færslu á Face­book-síðu In­ternati­onal Freedom Batalli­on, sam­taka sem Haukur er sagður hafa verið liðsmaður í, kem­ur fram að hann hafi ætlað sér að taka þátt í bar­áttu sam­tak­anna í Man­bij í Sýr­landi árið 2016. Hon­um hafi ekki tek­ist að kom­ast þangað. Hann hafi þó ekki gef­ist upp held­ur snúið aft­ur og þá til að taka þátt í orr­ust­unni í Raqqa sem lauk í fyrra en þar börðust sam­tök­in gegn upp­gangi víga­manna Rík­is íslams. Hann hafi svo snúið enn á ný til svæðis­ins til að verja Afr­in gegn herj­um Tyrkja. Í þeim bar­dög­um hafi hann fallið.

In­ternati­onal Freedom Batalli­on eru sam­kvæmt Wikipedia vopnuð sam­tök út­lend­inga sem bar­ist hafa í stríðinu í Sýr­landi og gegn Ríki íslams í Sýr­landi og Írak.

Ítrekað komið til átaka

Í Afr­in hef­ur ít­rekað komið til átaka, m.a. síðustu daga. Blandaðar her­sveit­ir und­ir stjórn tyrk­neska hers­ins hófu umsát­ur um Afr­in fyr­ir nokkr­um dög­um. Til­gang­ur aðgerðar­inn­ar var sagður vera sá að halda vopnuðum sveit­um Kúrda (YPG) frá landa­mær­um Tyrk­lands, en Tyrk­ir segja YPG vera úti­bú Verka­manna­flokks Kúr­d­ist­ans (PKK) sem lengi hef­ur bar­ist hart fyr­ir sjálf­stæði Kúr­da­héraða í Tyrklandi.

Tyrk­neski her­inn hóf fyr­ir nokkr­um vik­um að gera árás­ir á liðsmenn YPG og fékk til þess aðstoð frá sýr­lensk­um upp­reisn­ar­mönn­um. Í þeim árásum eru margir sagðir hafa fallið.

Frá Afrin í Sýrlandi.
Frá Afrin í Sýrlandi. AFP
mbl.is

Innlent »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Siðferðisgáttin og sálfræðistofa í samstarf

16:34 Hagvangur mun hér eftir vísa þeim málum sem koma í gegnum Siðferðisgáttina til sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., séu málin þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Meira »

Ætla sér að slá í gegn

16:30 Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Meira »

Gætu verið byrjuð að afnema skerðinguna

16:28 „Ég vek athygli á því að á sama tíma og Öryrkjabandalagið ætlar að fara í mál við ríkið vegna þessara ömurlegu skerðinga þá hafnaði Öryrkjabandalagið og þingmaðurinn þessari tillögu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Segja verkföll bara ná til félagsmanna

16:19 Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna verkalýðsfélagsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins á vef sínum og ítreka að boðuð verkföll nái einungis til þeirra starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Meira »