Óskar upplýsinga um son sinn

Liðsmenn vopnaðra sveita Kúrda horfa yfir Maydanki-vatn í Afrin-héraði í ...
Liðsmenn vopnaðra sveita Kúrda horfa yfir Maydanki-vatn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Myndin er tekin 4. mars. AFP

Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn,“ skrifar Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum í Sýrlandi, á vefsíðu sína. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu margir frá því í gær að Haukur hefði fallið í Afrin-héraði, skammt frá landamærunum að Tyrklandi, þar sem hann barðist við hlið sveita Kúrda. Í fréttum, sem m.a. eiga uppruna sinn í Facebook-færslu útlendingahersveitar sem Haukur er sagður hafa verið liðsmaður í, segir að hann hafi einnig barist gegn vígamönnum Ríkis íslams í Raqqa á síðasta ári. Hann er sagður hafa fallið í árásum Tyrkja og bandamanna þeirra þann 24. febrúar. 

Eva skrifar að hún viti ekki hvað gerðist þann dag umfram það sem sagt hefur verið frá opinberlega. Hún segir að margir undrist að ekki hafi verið haft samband við fjölskylduna áður en fréttinni var dreift á samfélagsmiðlum en segir ekki við því að búast af samtökum sem þessum.

Hún minnir á að utanríkisráðuneytið hafi beðið ræðismann sinn í Tyrklandi að reyna að fá fréttirnar staðfestar og sömuleiðis vinni alþjóðadeild ríkislögreglustjóra að því. Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk frá utanríkisráðuneytinu nú rétt fyrir hádegi hefur slík staðfesting enn ekki fengist. „Við erum með alla anga úti við að reyna að fá staðfestar upplýsingar,“ segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Hún segir að ráðuneytið sé ennfremur í sambandi við aðstandendur Hauks. 

Þakklát fyrir kveðjur

Eva skrifar að fjöldi manns hafi haft samband við hana og sent sér kærleikskveðjur, jafnvel ókunnugt fólk. Fyrir það sé hún þakklát. „Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com.“

Reykur stígur til himna í Afrin-héraði eftir loftárásir Tyrkja í ...
Reykur stígur til himna í Afrin-héraði eftir loftárásir Tyrkja í útjaðri bæjarins Jandairis í vikunni. AFP

Aðgerðasinninn Haukur Hilmarsson vakti meðal annars athygli hér á landi fyrir að klifra upp á þak Alþingishússins í búsáhaldabyltingunni árið 2008 og draga Bónusfána að húni. Var hann handtekinn tveimur vikum seinna vegna sektar sem hann hafði fengið árið 2005 og vakti það mikla reiði. Fjölmennti fólk fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og var hann látinn laus eftir að sekt hans hafði verið greidd af ónendum manni.

Þá var Haukur um tíma virkur í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland og síðar með samtökunum No borders, en þau hafa barist fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda. Kom hann meðal annars að málum hælisleitandans Tony Omos og Paul Ramses. Í máli Ramses braust Haukur í félagi við annan mann inn á Keflavíkurflugvöll og stöðvaði tímabundið för flugvélarinnar sem Ramses var um borð í.

Haukur var einnig einn þeirra sem lokuðu veginum að Hellisheiðavirkjun í júlí 2007 í mótmælaskyni við byggingu virkjunarinnar. Var hann þá dæmdur ásamt móður sinni og sex öðrum fyrir brot á allsherjarreglu með að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem birtust í frétt tyrknesks miðils sem sagði fyrst frá málinu fór Haukur til Sýrlands með liðsmönnum RUIS hreyfingarinnar, en það eru hernaðarleg anarkistasamtök sem voru stofnuð árið 2015 og samanstanda aðallega af grískum sjálfboðaliðum sem hafa stutt Kúrda. 

Í færslu á Face­book-síðu In­ternati­onal Freedom Batalli­on, sam­taka sem Haukur er sagður hafa verið liðsmaður í, kem­ur fram að hann hafi ætlað sér að taka þátt í bar­áttu sam­tak­anna í Man­bij í Sýr­landi árið 2016. Hon­um hafi ekki tek­ist að kom­ast þangað. Hann hafi þó ekki gef­ist upp held­ur snúið aft­ur og þá til að taka þátt í orr­ust­unni í Raqqa sem lauk í fyrra en þar börðust sam­tök­in gegn upp­gangi víga­manna Rík­is íslams. Hann hafi svo snúið enn á ný til svæðis­ins til að verja Afr­in gegn herj­um Tyrkja. Í þeim bar­dög­um hafi hann fallið.

In­ternati­onal Freedom Batalli­on eru sam­kvæmt Wikipedia vopnuð sam­tök út­lend­inga sem bar­ist hafa í stríðinu í Sýr­landi og gegn Ríki íslams í Sýr­landi og Írak.

Ítrekað komið til átaka

Í Afr­in hef­ur ít­rekað komið til átaka, m.a. síðustu daga. Blandaðar her­sveit­ir und­ir stjórn tyrk­neska hers­ins hófu umsát­ur um Afr­in fyr­ir nokkr­um dög­um. Til­gang­ur aðgerðar­inn­ar var sagður vera sá að halda vopnuðum sveit­um Kúrda (YPG) frá landa­mær­um Tyrk­lands, en Tyrk­ir segja YPG vera úti­bú Verka­manna­flokks Kúr­d­ist­ans (PKK) sem lengi hef­ur bar­ist hart fyr­ir sjálf­stæði Kúr­da­héraða í Tyrklandi.

Tyrk­neski her­inn hóf fyr­ir nokkr­um vik­um að gera árás­ir á liðsmenn YPG og fékk til þess aðstoð frá sýr­lensk­um upp­reisn­ar­mönn­um. Í þeim árásum eru margir sagðir hafa fallið.

Frá Afrin í Sýrlandi.
Frá Afrin í Sýrlandi. AFP
mbl.is

Innlent »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur.“ Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »

Spánartogararnir hverfa hver af öðrum

Í gær, 21:03 Sólbakur EA 301 lagði að bryggju í Ghent í Belgíu aðfaranótt föstudags eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Akureyri. Útgerðarfélag Akureyringa gerði skipið út í yfir 40 ár og bar það lengst af nafnið Kaldbakur EA 1. Meira »

Íþaka gerð upp með gömlum tólum

Í gær, 20:49 Nú standa yfir endurbætur á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Húsið á sér langa sögu en það var byggt á árunum 1866-67 en eitthvað kunnu menn fyrir sér í að byggja á þeim tíma því húsið þykir í góðu ástandi og ekki bólar á myglu þar. Gömul verkfæri eru notuð við framkvæmdina. Meira »

8 ára fær ekki nauðsynleg gigtarlyf

Í gær, 20:47 „Ég hef ekki undan að svara landsmönnum sem vilja bjóða mér lyfin sín. Viðbrögðin hafa verið svakalega góð og það hefur ekki stoppað síðan viðtalið birtist. Þetta eru tuttugu töflur hér og þar en það er engin lausn,“ segir Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir í samtali við mbl.is. Meira »

Íbúum Flateyrar fjölgar um 30 prósent

Í gær, 19:41 Rúmlega 300 manns voru viðstaddir þegar Lýðháskólinn á Flateyri var settur í fyrsta sinn í íþróttahúsi bæjarins á laugardag, að viðstöddum forseta Íslands. Af því tilefni héldu Flateyringar bæjarhátíð með tónlist, upplestri og kvikmyndasýningum auk þess sem opin hús voru víða um bæinn þar sem starfsemi stofnana og fyrirtækja var kynnt. Meira »

Sjúkdómur unga fólksins

Í gær, 18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

Í gær, 17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

Í gær, 17:18 Upp kom vélarbilun í tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

Í gær, 16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

Í gær, 16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn Jan Fabre, sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »