Óskar upplýsinga um son sinn

Liðsmenn vopnaðra sveita Kúrda horfa yfir Maydanki-vatn í Afrin-héraði í ...
Liðsmenn vopnaðra sveita Kúrda horfa yfir Maydanki-vatn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Myndin er tekin 4. mars. AFP

Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn,“ skrifar Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum í Sýrlandi, á vefsíðu sína. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu margir frá því í gær að Haukur hefði fallið í Afrin-héraði, skammt frá landamærunum að Tyrklandi, þar sem hann barðist við hlið sveita Kúrda. Í fréttum, sem m.a. eiga uppruna sinn í Facebook-færslu útlendingahersveitar sem Haukur er sagður hafa verið liðsmaður í, segir að hann hafi einnig barist gegn vígamönnum Ríkis íslams í Raqqa á síðasta ári. Hann er sagður hafa fallið í árásum Tyrkja og bandamanna þeirra þann 24. febrúar. 

Eva skrifar að hún viti ekki hvað gerðist þann dag umfram það sem sagt hefur verið frá opinberlega. Hún segir að margir undrist að ekki hafi verið haft samband við fjölskylduna áður en fréttinni var dreift á samfélagsmiðlum en segir ekki við því að búast af samtökum sem þessum.

Hún minnir á að utanríkisráðuneytið hafi beðið ræðismann sinn í Tyrklandi að reyna að fá fréttirnar staðfestar og sömuleiðis vinni alþjóðadeild ríkislögreglustjóra að því. Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk frá utanríkisráðuneytinu nú rétt fyrir hádegi hefur slík staðfesting enn ekki fengist. „Við erum með alla anga úti við að reyna að fá staðfestar upplýsingar,“ segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Hún segir að ráðuneytið sé ennfremur í sambandi við aðstandendur Hauks. 

Þakklát fyrir kveðjur

Eva skrifar að fjöldi manns hafi haft samband við hana og sent sér kærleikskveðjur, jafnvel ókunnugt fólk. Fyrir það sé hún þakklát. „Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com.“

Reykur stígur til himna í Afrin-héraði eftir loftárásir Tyrkja í ...
Reykur stígur til himna í Afrin-héraði eftir loftárásir Tyrkja í útjaðri bæjarins Jandairis í vikunni. AFP

Aðgerðasinninn Haukur Hilmarsson vakti meðal annars athygli hér á landi fyrir að klifra upp á þak Alþingishússins í búsáhaldabyltingunni árið 2008 og draga Bónusfána að húni. Var hann handtekinn tveimur vikum seinna vegna sektar sem hann hafði fengið árið 2005 og vakti það mikla reiði. Fjölmennti fólk fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og var hann látinn laus eftir að sekt hans hafði verið greidd af ónendum manni.

Þá var Haukur um tíma virkur í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland og síðar með samtökunum No borders, en þau hafa barist fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda. Kom hann meðal annars að málum hælisleitandans Tony Omos og Paul Ramses. Í máli Ramses braust Haukur í félagi við annan mann inn á Keflavíkurflugvöll og stöðvaði tímabundið för flugvélarinnar sem Ramses var um borð í.

Haukur var einnig einn þeirra sem lokuðu veginum að Hellisheiðavirkjun í júlí 2007 í mótmælaskyni við byggingu virkjunarinnar. Var hann þá dæmdur ásamt móður sinni og sex öðrum fyrir brot á allsherjarreglu með að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem birtust í frétt tyrknesks miðils sem sagði fyrst frá málinu fór Haukur til Sýrlands með liðsmönnum RUIS hreyfingarinnar, en það eru hernaðarleg anarkistasamtök sem voru stofnuð árið 2015 og samanstanda aðallega af grískum sjálfboðaliðum sem hafa stutt Kúrda. 

Í færslu á Face­book-síðu In­ternati­onal Freedom Batalli­on, sam­taka sem Haukur er sagður hafa verið liðsmaður í, kem­ur fram að hann hafi ætlað sér að taka þátt í bar­áttu sam­tak­anna í Man­bij í Sýr­landi árið 2016. Hon­um hafi ekki tek­ist að kom­ast þangað. Hann hafi þó ekki gef­ist upp held­ur snúið aft­ur og þá til að taka þátt í orr­ust­unni í Raqqa sem lauk í fyrra en þar börðust sam­tök­in gegn upp­gangi víga­manna Rík­is íslams. Hann hafi svo snúið enn á ný til svæðis­ins til að verja Afr­in gegn herj­um Tyrkja. Í þeim bar­dög­um hafi hann fallið.

In­ternati­onal Freedom Batalli­on eru sam­kvæmt Wikipedia vopnuð sam­tök út­lend­inga sem bar­ist hafa í stríðinu í Sýr­landi og gegn Ríki íslams í Sýr­landi og Írak.

Ítrekað komið til átaka

Í Afr­in hef­ur ít­rekað komið til átaka, m.a. síðustu daga. Blandaðar her­sveit­ir und­ir stjórn tyrk­neska hers­ins hófu umsát­ur um Afr­in fyr­ir nokkr­um dög­um. Til­gang­ur aðgerðar­inn­ar var sagður vera sá að halda vopnuðum sveit­um Kúrda (YPG) frá landa­mær­um Tyrk­lands, en Tyrk­ir segja YPG vera úti­bú Verka­manna­flokks Kúr­d­ist­ans (PKK) sem lengi hef­ur bar­ist hart fyr­ir sjálf­stæði Kúr­da­héraða í Tyrklandi.

Tyrk­neski her­inn hóf fyr­ir nokkr­um vik­um að gera árás­ir á liðsmenn YPG og fékk til þess aðstoð frá sýr­lensk­um upp­reisn­ar­mönn­um. Í þeim árásum eru margir sagðir hafa fallið.

Frá Afrin í Sýrlandi.
Frá Afrin í Sýrlandi. AFP
mbl.is

Innlent »

Grunaður um innbrot í bíla

06:13 Maður sem er grunaður um að hafa verið að brjótast inn í bíla í Breiðholtinu í nótt var handtekinn skammt frá vettvangi og er vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Meira »

Andlát: Jón Þórarinn Sveinsson

05:30 Jón Þórarinn Sveinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, er látinn. Hann lést 18. maí sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira »

Tafirnar eru dýrar

05:30 Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli. Meira »

Deila vegna laxveiða

05:30 Netaveiðirétthafar innan Veiðifélags Árnesinga ætla að kæra til Fiskistofu samþykkt aðalfundar félagsins frá 26. apríl um að netaveiðar verði bannaðar á vatnasviði Ölfusár og Hvítár sumarið 2019. Meira »

Ferðamaður lenti í snjóflóði

05:30 Erlendur ferðamaður slasaðist í snjóflóði í Grænagarðsgili í Skutulsfirði í gær. Þorkell Þorkelsson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir að ekki hafi verið um mikið flóð að ræða. Hann geti þó ekki fullyrt hvernig líðan mannsins sé. Meira »

Háhýsabyggð á ís

05:30 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir skipulag Borgartúns 24 verða tekið fyrir á næsta fundi ráðsins. Sá fundur fari fram í byrjun júní. Meira »

Íbúðarhús í nýju orlofshverfi Eflingar

05:30 Efling stéttarfélag er að hefja framkvæmdir við byggingu sex íbúðarhúsa á landi sínu í Stóra-Fljóti í Reykholti í Bláskógabyggð. Húsin verða leigð út sem sumarbústaðir. Meira »

Mál í gíslingu ríkisstofnana

05:30 Um hundrað Vestfirðingar komu saman við Gilsfjarðarbrú um miðjan dag í gær á samstöðufundi, sem haldinn var af grasrótarhreyfingu íbúa á Vestfjörðum til þess að minna stjórnvöld á þrjú stór hagsmunamál Vestfirðinga, raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og bættar samgöngur. Meira »

Íþróttahús fyrir 4,2 milljarða

05:30 Ráðgert er að framkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ hefjist í haust. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,2 milljarðar króna, en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að bygging hússins sé hluti af mikilli uppbyggingu á svæðinu við Vífilsstaði. Meira »

Varað við ferðalögum vegna veðurs

Í gær, 22:46 Spáð er allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi næsta sólarhringinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

BRCA genin ekki einu skaðvaldarnir

Í gær, 20:43 Undanfara daga hefur mikil umræða verið um aðgang að erfðaupplýsingum og þá helst aðgang að upplýsingum um ákveðna meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, sem eykur margfalt líkur á brjóstakrabbameini hjá þeim sem ber hana. Breytingin erfist frá einni kynslóð til annarrar. Meira »

Skipulagsstofnun óskar eftir upplýsingum

Í gær, 20:25 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um samskipti sveitarstjórnar Árneshrepps við fyrirtækin sem hyggjast reisa Hvalárvirkjun. Greint var frá beiðninni í kvöldfréttum Rúv. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir í samtali við mbl.is að samskiptin sem stofnunin óskar eftir að skoða varði afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps. Meira »

Þyrlan gat ekki sinnt útkallinu

Í gær, 19:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna tveggja ferðamanna sem lentu í Þingvallavatni í gær vegna þess að vakthafandi þyrlusveit uppfyllti ekki kröfur um lágmarkshvíld og því ekki hægt að kalla þyrluna út. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

Í gær, 19:39 Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Voru dýralæknir og tæknifræðingur

Í gær, 19:36 Ferðamennirnir sem létust eftir að þeir voru við veiðar í Þingvallavatni voru frá borginni La Crescent í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

Í gær, 18:59 Tvær bifreiðar lentu saman á Suðurlandsvegi við Steina um klukkan sex í dag. Sex voru í bifreiðunum sem lentu utan vegar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Meira »

Leit hætt við Ölfusá

Í gær, 18:21 Leit að karlmanni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags var hætt á sjötta tímanum í dag, samkvæmt upplýsingum frá svæðismiðstöð björgunarsveita. Meira »

Breytingar gerðar í kjölfar ólgu

Í gær, 16:12 Tekin var ákvörðun um breytingar á yfirstjórn Víkurskóla í kjölfar talsverðrar ólgu sem upp kom í sveitarfélaginu Mýrdalshreppi í vor. Í því fólks að gert var samkomulag við Þorkel Ingimarsson skólastjóra að hann léti af störfum við skólann. Meira »

Tveir reyndust sviptir ökuréttindum

Í gær, 15:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumönnum þriggja bifreiða í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða að hafa þau undir höndum. Meira »
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Til sölu Mitsubishi ASX árgerð 2011
Brúnn, ekinn aðeins 89.000 km. Diesel, 5 gíra beinskiptur, eyðsla aðeins 5 - 7 L...
 
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...