Ákærður fyrir nauðgun í gistiskála

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness mbl.is/Ófeigur

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir nauðgun með því að hafa í júní árið 2015 káfað innanklæða á brjóstum, rassi og kynfærum konu þar sem hún lá sofandi í gistiskála.

Maðurinn stakk svo fingri inn í leggöng hennar gegn hennar vilja. Hélt maðurinn þessu áfram er konan vaknaði og lét ekki af háttseminni fyrr en konan náði að koma sér frá honum.

Í ákæru málsins kemur jafnframt fram að konan fari fram á tvær milljónir í miskabætur sem einkaréttarkrafa.

Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert