Keyptu tvær íbúðir á um 400 milljónir

Tvö hús. 11. hæðin er í hábyggingunni.
Tvö hús. 11. hæðin er í hábyggingunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjársterkir aðilar hafa gengið frá kaupum á 11. hæðinni í Bríetartúni 9. Með því eru seldar tvær af dýrustu íbúðum í sögum höfuðborgarinnar, sé tekið mið af verðskrá.

Annars vegar er um að ræða íbúð sem kostar 195 milljónir og 211 milljónir með bílskúr. Samtals eru íbúðin og bílskúrin 277 fermetrar, eða á við rúmgott einbýlishús.

Hins vegar seldist íbúð á 187 milljónir sem kostaði 203 milljónir með bílskúr, alls 270 fermetrar.

Tólfta hæðin, sú efsta, í Bríetartúni 9 er óseld en miðað við listaverð íbúðanna á 11. hæð myndi hún kosta um 400 milljónir króna.

Kaupendur íbúðanna á 11. hæð afþökkuðu hefðbundnar innréttingar sem fylgja íbúðunum, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi viðskipti í Morgunblaðinun í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »