Áhöfn Þórs aðstoðar vegna mengunarmála

Varðskipið Þór við Flateyri.
Varðskipið Þór við Flateyri. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfnin á varðskipinu Þór verður Umhverfisstofnun og hafnarstjórn Ísafjarðar innan handar í dag vegna mengunarmála í Flateyrarhöfn.

Varðskipið verður einnig til taks við Flateyri ef önnur mál koma upp, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Engin verkefni eru fyrirhuguð hjá þyrlu Gæslunnar í tengslum við snjóflóðin sem urðu fyrir vestan en hún flaug fjórum sinnum vestur í gær.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á stöðufund með aðgerðastjórn fyrir vestan um klukkan ellefu vegna stöðu mála. Að sögn Hjálmars Björgvinssonar hjá almannavarnadeild er verið að horfa inn í næstu viku með framhald mála, til að mynda varðandi frekari tæki eða tól ef á þarf að halda. 

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert