Guðmundur Andri víkur fyrir Þórunni

Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM en hún var þingmaður 1999-2011 …
Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM en hún var þingmaður 1999-2011 og umhverfisráðherra 2007–2009.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en tilkynningar um tillögu nefndarinnar er að vænta í dag.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins og núverandi oddviti kjördæmisins, verður í öðru sæti og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, í því þriðja.

Guðmundur Andri tjáir sig um þetta á facebooksíðu sinni í morgun. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir,“ skrifar Guðmundur Andri. 

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta stúdentaráðs Háskóla Íslands, boðið þriðja sætið á lista, en hún er sögð hafa hafnað því boði.

Fréttin í heild

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert