Breytingar tvíbentar

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er tvíbent. Það er jákvætt að eitthvað sé verið að létta á aðgerðum en hins vegar hefðum við kosið að [almennar] samkomutakmarkanir færu upp í 500 manns,“ segir Helgi Björnsson, formaður Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, um nýjar sóttvarnaaðgerðir sem taka í gildi á laugardag.

Yfirvöld útfæra nú að 500 manna hólf verði leyfð á stærri samkomum með kröfu um neikvætt hraðpróf. Helgi segir að kostnaður fylgi því og alls konar flækjustig sem eigi eftir að leysa. „Maður sér ekki fram á að þetta ákvæði birtist strax.“

Helgi segir aftur á móti að mjög gott sé að nándarreglan verði felld niður. „Það munar mjög miklu því þá er hægt að hafa 200 manns í 200 manna sal sem var ekki hægt áður.“ Hann segist fagna öllum jákvæðum skrefum en að hann hafi verið vongóður um að fjöldatakmarkanir yrðu rýmkaðar frekar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert