Icelandair og Play aflýsa öllu morgunflugi

Icelandair og Play hafa aflýst öllu morgunflugi vegna veðurs og …
Icelandair og Play hafa aflýst öllu morgunflugi vegna veðurs og lokaðrar Reykjanesbrautar. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Við erum búin að aflýsa öllu morgunflugi hjá okkur, Reykjanesbrautin hefur verið lokuð og það er bara staðan,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is og bætir því við að nú sé verið að meta stöðuna og kanna þau áhrif sem þessi ákvörðun muni hafa.

„Við verðum í sambandi við farþega sem eiga bókað flug í dag, það er gert með tölvupósti og SMS-skilaboðum,“ segir Ásdís enn fremur.

Hjá Birgi Olgeirssyni, upplýsingafulltrúa Play, fengust þær upplýsingar nú rétt í þessu að félagið hefði aflýst sex flugferðum hjá sér sem áætlaðar voru til evrópskra áfangastaða nú á morguntímunum. „Það er tölvupóstur að fara núna í þessum töluðu orðum til farþeganna,“ segir Birgir við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert