Vitað hvar slökkvistöð þarf að vera

Viðbragðstími slökkviliðsins styttist verulega með byggingu nýrrar stöðvar í Breiðholti.
Viðbragðstími slökkviliðsins styttist verulega með byggingu nýrrar stöðvar í Breiðholti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að fara yfir staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í stað stöðvarinnar á Tunguhálsi í Reykjavík. Nýjar athuganir á viðbragðstíma staðfesta það sem áður hefur verið gefið út að æskilegasta staðsetning nýrrar slökkvistöðvar er við Breiðholtsbraut í tengslum við væntanlegan Arnarnesveg. Þar er hins vegar ekki nein lóð á lausu og eru þau mál í athugun.

Lengi hefur verið rætt um staðsetningu og byggingu nýrrar slökkvistöðvar í stað stöðvarinnar á Tunguhálsi. Málið var komið á framkvæmdaáætlun byggðasamlags um slökkviliðið á árinu 2021 en komst ekki til framkvæmda þá. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert