Kostnaður rúmir 2,2 milljarðar

Viðgerðir og endurbætur hafa staðið yfir í mörg ár.
Viðgerðir og endurbætur hafa staðið yfir í mörg ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður vegna framkvæmda, viðhalds og endurbóta á Fossvogsskóla frá árinu 2018 nemur rúmlega 2,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Á fundi borgarráðs þann 26. janúar 2023 var lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

„Óskað er upplýsinga um samanlagðan kostnað við framkvæmdir, viðhald og endurbætur á Fossvogsskóla síðustu ár vegna vandamála tengdum raka, myglu og sambærilegu. Jafnframt er óskað upplýsinga um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir fram undan.“

Svar eignaskrifstofu fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þar kemur fram að heildarkostnaður frá árinu 2018 er krónur 2.229.381.926.

Þessi kostnaður tekur til endurbóta, viðhalds, búnaðar, ráðgjafar og leigu. Helstu kostnaðarliðir eru sem hér segir: Endurbætur: krónur 1.778.775.038. Búnaður: krónur 61.331.041. Ráðgjöf: krónur 282.781.730. Leiga húsnæðis utan skóla: krónur 106.494.117.

Þá kemur fram í svarinu að til skoðunar sé að byggja við skólann. Hönnunarvinna er í gangi en kostnaður liggur ekki fyrir. Gert er ráð fyrir að öðrum endurbótum á skólanum ljúki í ár og hönnun og undirbúningur fyrir viðbyggingu haldi áfram.

Áætlaður kostnaður á árinu 2023 er 500 milljónir samkvæmt fjárfestingaráætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert