Flugvélin fundin

Landhelgisgæslan var kölluð út rétt fyrir klukkan 18.00 í dag.
Landhelgisgæslan var kölluð út rétt fyrir klukkan 18.00 í dag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Flugvélin sem hefur verið leitað síðan klukkan 18.00 í dag er nú fundin. Hún fannst rétt fyrir klukkan 20.00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en ekki kemur fram hvort einhvern sakaði.

Það var flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á það sem gæti hafa verið vélin, og ferðaþjónustuþyrla staðfesti svo fundinn og fundarstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki,“ segir í tilkynningunni.

Öllum viðbragðsaðilum hefur nú verið snúið við. Um borð í flugvélinni voru, ásamt flugmanni, tveir farþegar. „Á þessari stundu er ekki hægt að upplýsa um afdrif þeirra.“ 

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki að svo stöddu staðfest neitt um afdrif farþega fluvélarinnar. Hann segir þó að leit sé lokið og að viðbragðsaðilar séu á vettvangi.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert