Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Þrjú létust í flugslysinu.
Þrjú létust í flugslysinu. mbl.is

Þau þrjú sem létust í flugslysinu við Sauðahnúka í fyrradag hétu Fríða Jóhannesdóttir, spendýrafræðingur á Náttúrustofu Austurlands fædd 1982, Kristján Orri Magnússon, flugmaður, fæddur 1982 og Skarphéðinn G. Þórisson, fæddur 1954, líffræðingur á Náttúrustofu Austurlands. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.  

Þar segir að þau sem létust í flugslysinu á Austurlandi síðastliðinn sunnudag hafi verið við reglulegar hreindýratalningar á vegum Náttúrustofu Austurlands þegar slysið varð. 

Lögregla vekur athygli á minningarstund sem haldin verður í Egilsstaðakirkju í dag klukkan 18. Hún minnir og á samráðshóp almannavarna um áfallahjálp sem í boði er fyrir þá fjölmörgu sem eiga um sárt að binda eftir slysið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert