Engin varahitaveita

Orkuver HS orku í Svartsengi og Bláa lónið. Mælingar benda …
Orkuver HS orku í Svartsengi og Bláa lónið. Mælingar benda til kvikusöfnunar þar nærri. mbl.is/Hákon

„Ef við missum rafmagn er það ekki stór skaði því við höfum Reykjanesvirkjun og Suðurnesjalínu 1, en ef hitaveitan fer þá er náttúrlega dálítið mikið mál að koma upp annarri hitaveitu og það er ekkert sveitarfélag með varahitaveitu. Þá þyrftum við að bregðast við eftir því hversu alvarlegt það er og það gæti tekið tíma.“

Þetta segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS orku, í samtali við Morgunblaðið í dag um áhrif á samfélagið á Suðurnesjum ef orkuverið í Svartsengi myndi hætta að framleiða rafmagn og heitt vatn.

Mælingar Veðurstofunnar benda til að kvika sé að safnast fyrir á 4 kílómetra dýpi og hafa GPS-mælingar sýnt landris á svæðinu norðvestan við Þorbjörn.

Jarðvísindamenn segja eldgos á Reykjanesskaga nálægt innviðum vera tímaspursmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert