Væri ekki nær að verja peningnum í að borga fólk út?

Fjöldi íbúa tók til máls og mikill hiti var á …
Fjöldi íbúa tók til máls og mikill hiti var á fundinum. Beindu þeir spurningum sínum til stjórnvalda og lýstu ítrekað vonbrigðum sínum. mbl.is/Arnþór

„Ætlið þið að borga okkur húsnæðisstuðning í fimm ár? Væri ekki nær að verja þessum peningum sem þið eruð að nota í að borga okkur húsnæðisstyrk og kaupa fasteignir svo við getum leigt, í það að borga okkur út?“

Svo hljóðaði spurning Andreu, íbúa í Grindavík, til ráðherra í pallborði íbúafundar Grindvíkinga í Laugardalshöll í kvöld.

Vill sjá hvað það kostar

„Ég myndi bara vilja sjá útreikninga – hvað það kostar að kaupa hundruð íbúða til að leigja okkur og borga húsnæðisstyrkinn okkar í mörg ár,“ sagði Andrea en hún kvaðst ekki ætla að búa áfram í Grindavík.

„Mér þykir vænt um þetta bæjarfélag en ég get ekki hugsað mér að búa á stað þar sem gæti gosið í garðinum hjá mér,“ sagði hún að lokum við mikið lófatak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert