Fjölmiðlabann í Karphúsinu

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sett á fjölmiðlabann í tengslum við kjaraviðræður breiðfylkingar stéttafélaga og Samtaka atvinnulífsins.

Blaðamaður mbl.is var mættur í Karphúsið klukkan 9.30 í morgun og hugðist taka púlsinn á samningsaðilum en fékk þau skilaboð frá Ástráði að þeir mættu ekki tjá sig fjölmiðla. Skömmu síðar var blaðamanni gert að yfirgefa Karphúsið sem og fréttamanni Stöðvar 2 og myndatökumanni ásamt ljósmyndara Vísis.

Samningafundur breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hófst klukkan 10 í Karphúsinu en samningsaðilar funduðu í tæpar fjórar klukkustundir í gær. 

Ástráður sagði við mbl.is eftir þann fund að samningsaðilar hafi fundið fleti til að byrja að ræða saman á ný og á meðan það samtal lifir sé von til þess að það geti leitt til einhvers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert