Um 30 jarðskjálftar frá miðnætti

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 30 jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti.

Allt voru þetta smáskjálftar, undir einum að stærð.

Þetta eru fleiri skjálftar en í fyrrinótt en líklegt er að veðrið hafi þar mikið að segja. 

Hvasst er á svæðinu og éljagangur sem hefur áhrif á mæla Veðurstofu Íslands, að sögn Elísabetar Pálmadóttur náttúruvársérfræðings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert